Fréttir

Mánaðargjaldið breytist.

Í samræmi við ákvarðanir síðasta aðalfundar kemur fram hækkun á viðhaldsgjöldum (úr 0,45% í 0,5%/12) frá og með 1.janúar 2017.

Einnig hækkar þjónustugjald til rekstrarins úr kr. 3.500 pr mán i kr 5.000 pr. mán.

Markaðsverð og fasteignamat einstakra eigna félagsins breytist mismunandi mikið -  minni eignirnar hækka meira en almennt gildir um stærri eignirnar -  sem kemur fram í örlítið mismunandi breytingum á fjármagnskostnaði einstakra íbúða.   Hækkun á fjármagnslið er á bilinu almennt um 1-3% af þessum ástæðum -  en nokkrar íbúðir lækka fjármagsnkostnað af sömu ástæðum.

Fasteignagjöld og hækkun á tryggingaiðgjöldum koma fram með innheimtu vegna febrúar.

í janúar og febrúar kemur einnig fram leiðrétting á orkureikningum miðað við mælda notkun 2016.

Innheimta vegna þjónustu við heimilistæki þar sem félagið á öll tæki í eldhúsi og þvottahúsi er gerð eftir á - þegar búið er að greina ástæður bilana.

30.janúar 2017
Framkvæmdastjóri

Breytt fyrirkomulag húsaleigubóta - vaxtabætur með óbreyttu fyrirkomulagi.


Frá áramótum var tekið upp breytt fyrirkomulag húsaleigubóta.  Sá hópur sem hefur búsetusamning í íbúðum með félagslegum lánakjörum (úthlutað miðað við tekjur,eignir og fjölskyldugerð) á áfram rétt á húsaleigubótum.
Sá misskilningur virðist vera uppi að þar sem ekki er um að ræða "leigusamning" heldur "búsetusamning" - þá þurfi viðkomandi félagsmenn Búfesti hsf að leggja fram staðfestingar til Vinnumálastofnunar á að þeir hafi gildan samning.

Mikilvægt er að búsetarnir sem eiga rétt á húsaleigubótum verði vakandi fyrir þessu og fylgi því eftir að þeirra réttur verði ekki fyrir borð borinn.

Áfram eru reglur um vaxtabætur sambærilegar og fylgja skattframtalinu og álagningu.    Búsetar eru beðnir að fylgjast með því að fjármagnsgjöld/vaxtagjöld og eftirstöðvar lána á íbúð viðkomandi séu skráð á skattframtalinu.

Framkvæmdastjóri 26.janúar 2017


Klippikortin - gjaldfrí móttaka á grenndarstöðvum


Akureyrarbær býður fasteignaeigendum upp á að nýta sér klippikort vegna losunar á rusli á móttökustöðina við Réttarhvamm.

Þar sem flokkunarker og tunnur eru við húsin og félagið sér um alla þjónustu við lóðir og umhverfi ættu menn almennt ekki að þurfa á þessum kortum að halda.

Eins er rökrétt að nota grenndarstöðvar til að losa sig við pappír/pappa og gler og umbúðir án endurgjalds.

Búsetar geta nálgast kort vegna 2017 á skrifstofunní í Skipagötu 14, 3.h norður. 

(Framkvæmdastjóri 12.1.2017)