Fréttir

Dagleg þrif í Kjarnagötu 12-16 - breyting

Sveinmar og Kristín fara ekki lengur með reglubundin þrif í sameigninni.  Þeim eru þökkuð góð störf og hefðu gjarna viljað halda því áfram ef ekki væri fyrir umdeilanlegar breytingar á tekjumörkum fyrir lífeyrisþega gagnvart skerðingum og skatti.

Nýtt fólk tekur nú við reglubundnum þrifum og væntum við góðs samstarfs við Mörtu og Ágúst.   

Eins og áður hefur komið fram þá þurfum við að meta það nánar hvort við ráðum "húsvörð" í hlutastarf til að sinna öllum ræstingum og aukinni þjónustu við íbúana.   Slík breyting, ef af henni verður, mun hafa nokkurn viðbótarkostnað í för með sér.

Vísað er til dreifibréfs frá síðasta mánuði þar sem kom fram að í framkvæmd er að setja upp öryggismyndavélar við innganga/bílakjallara og rafræna opnun á aðgengisdyr í bílakjallara.

Íbúar eru beðnir að koma ábendingum á framfæri varðandi þjónustu og þrifnað/umgengni í húsinu.  

Framkvæmdastjóri 
6.03.2017