Fréttir

Aðalfundur miðvikudag 7.júní kl 20


 

 

Aðalfundur

 

 Aðalfundur Búfesti hsf var haldinn 7.júní.  Á fundinum gerði stjórn og framkvæmdastjóri grein fyrir rekstri félagsins og þeim plönum sem eru uppi varðandi mögulegar byggingaframkvæmdir.

 

Hagnaðar Búfesti hsf árið 2016 nam 482 milljónum sem skýrist einkum af verulega hækkuðu eignaverði.  Bókfært verðmæti íbúða félagsins nam kr. 7.495.606.192 og áhvílandi veðskuldir kr. 5.520.035.073.

 

Félagsmenn eru 788 og íbúðir í rekstri eru 234 – á Akureyri og Húsavík (15).

 

Rekstrarstaða félagsins er í ágætu jafnvægi eftir endurskipulagningu í kjölfar Hrunsins 2008.  Áfram er unnið að því að leita hagræðingar og betri kjara á lánum – með endurfjármögnun eftir því sem mögulegt getur orðið.

 

Búfesti hefur leitað samstarfs við Akueyrarbæ og sveitarfélögin á NA-landi um byggingu leiguíbúða fyrir lágtekjufólk með stofnstyrkjum. Auk þess áformar félagið að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir almenning og selja búseturétt sem nemur 5-30% af verðmæti eigna. Búfesti hefur boðið Félagi Eldri Borgara á Akureyri upp á samstarf   um byggingu leigu- og búseturéttaríbúða sem eldri borgarar mundu eignast forgang að.

 

Stjórn og varastjórn félagsins var öll endurkjörin á fundinum.   Formaður er Guðlaug Kristinsdóttir og aðrir í stjórn eru Ingvar Björnsson varaformaður, Halldór Már Þórisson, Sigríður María Bragadóttir og Stefán Einar Jónsson. Varastjórn skipa Baldur Ingi Karlsson, Höskuldur V Jóhannesson, Hanna Dóra Markúsdóttir, Inda Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Guðmundsdóttir.

 

Framkvæmdastjóri Búfesti hsf er Benedikt Sigurðarson

Sumarstörfin; sláttur og hirðing - eiturúðun - viðhaldsverk

Sumarið er óvenjusnemma á ferðinni 2017.    

Nú þarf að hefja slátt með hraði - eftir því sem mannskapurinn okkar ræður við.

Meindýraeyðing/úðun er komin af stað -  og við biðjum um að íbúar upplýsi ef roðamaurinn heldur áfram að verða til vandræða.   Köngullær eru í verulegu magni - og verður tekin staða á þeim búskap mjög fljótlega með það fyrir augum að eitra þar sem nauðsyn virðist á.

Meiningin er að í sumar verði unnið að utanhússviðgerðum og málningu með meiri krafti en síðustu sumur.   Sama er að segja með lagfæringar á lóðum og köntum.     Það ræðst nánar af þeim mannskap sem við getum fengið til liðs við okkur.

Skorað er á alla íbúa að leggja að mörkum til að þrífa og sópa nærsvæði húsanna.

Gleðilegt sumar

Framkvæmdastjóri 22.maí