Aðalfundur miðvikudag 7.júní kl 20
Aðalfundur
Aðalfundur Búfesti hsf var haldinn 7.júní. Á fundinum gerði stjórn og framkvæmdastjóri grein fyrir rekstri félagsins og þeim plönum sem eru uppi varðandi mögulegar byggingaframkvæmdir.
Hagnaðar Búfesti hsf árið 2016 nam 482 milljónum sem skýrist einkum af verulega hækkuðu eignaverði. Bókfært verðmæti íbúða félagsins nam kr. 7.495.606.192 og áhvílandi veðskuldir kr. 5.520.035.073.
Félagsmenn eru 788 og íbúðir í rekstri eru 234 – á Akureyri og Húsavík (15).
Rekstrarstaða félagsins er í ágætu jafnvægi eftir endurskipulagningu í kjölfar Hrunsins 2008. Áfram er unnið að því að leita hagræðingar og betri kjara á lánum – með endurfjármögnun eftir því sem mögulegt getur orðið.
Búfesti hefur leitað samstarfs við Akueyrarbæ og sveitarfélögin á NA-landi um byggingu leiguíbúða fyrir lágtekjufólk með stofnstyrkjum. Auk þess áformar félagið að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir almenning og selja búseturétt sem nemur 5-30% af verðmæti eigna. Búfesti hefur boðið Félagi Eldri Borgara á Akureyri upp á samstarf um byggingu leigu- og búseturéttaríbúða sem eldri borgarar mundu eignast forgang að.
Stjórn og varastjórn félagsins var öll endurkjörin á fundinum. Formaður er Guðlaug Kristinsdóttir og aðrir í stjórn eru Ingvar Björnsson varaformaður, Halldór Már Þórisson, Sigríður María Bragadóttir og Stefán Einar Jónsson. Varastjórn skipa Baldur Ingi Karlsson, Höskuldur V Jóhannesson, Hanna Dóra Markúsdóttir, Inda Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Guðmundsdóttir.
Framkvæmdastjóri Búfesti hsf er Benedikt Sigurðarson