Fréttir

Breyting á mánaðargjaldi - verðbólguspá

Verðbólga mælist allt að 2% það sem af er ári og er spáð svipaðri áfram. Greiðslubyrði allra lána Búfesti hækkar tilsvarandi.   

Stjórn Búfesti hsf tók ákvörðun á síðasta fundi (4./7.2017) um að meðalhækkun á fjármagnshluta mánaðargjalds verði 1,88% og kemur til framkvæmda með næstu innheimtu.

Einnig hækkar innheimta vegna þrifa í Kjarnagötu 12-14-16 um kr 200 pr íbúð á mánuði frá sama tíma.


Framkvæmdastjóri 25.júlí

KJARNAGATA 12-14-16

Talsvert átak hefur þegar verið gert við hreinsun á lóð og í kring um hús.   Við þökkum leið íbúum sem lögðu þar hönd að verki - með jákvæðum hætti.   Allt skiptir það máli.

Næstu daga verður unnið að því að þrífa húsið/gler að utan - og biðjum við um að íbúar sýni tillitssemi og varkárni í umgengni kring um lyftur og tæki.

Þegar lokið verður við þrifin utan við þá leggjum við áherslu á að eiturúðun vegna köngullóa fari fram -  eftir því sem meindýraeyðir metur þá þörf - og unnt verður að komast að.     

Enn er eftir að taka syrpu í að hreinsa út óskilamuni úr sameiginlegum geymslum.  Framkvæmdastjóri mun fylgja því eftir í nánara samstarfi við umsjónarmann og íbúana - -  en það mun því miður dragast fram á mánaðamótin.

Múrviðgerðir í undirgangi í gegn um húsið - eru komnar af stað.  Biðjum við um tillitssemi þess vegna en vonandi tekur það ekki alltof langan tíma.

Framkvæmdastjóri 24.júlí