Breyting á mánaðargjaldi - verðbólguspá
25.07.2017
Verðbólga mælist allt að 2% það sem af er ári og er spáð svipaðri áfram. Greiðslubyrði allra lána Búfesti hækkar tilsvarandi.
Stjórn Búfesti hsf tók ákvörðun á síðasta fundi (4./7.2017) um að meðalhækkun á fjármagnshluta mánaðargjalds verði 1,88% og kemur til framkvæmda með næstu innheimtu.
Einnig hækkar innheimta vegna þrifa í Kjarnagötu 12-14-16 um kr 200 pr íbúð á mánuði frá sama tíma.
Framkvæmdastjóri 25.júlí