Minnisblað 19.09.2017
28.09.2017
Minnisblað 19.09.2017
Við ríkjandi aðstæður á húsnæðismarkaði leitar Búfesti eftir samstarf við stéttarfélög og sveitarfélög og mögulega “velvildarfjárfesta” um átak til að efla og koma á fót neytendadrifnum íbúðafélögum sem víðast um landið. Markmið slíkra íbúðafélaga;
- Að skapa öllum skilvísum félagsmönnum/neytendum húsnæðisöryggi í búseturétti og leigurétti – þar sem engum er sagt upp nema menn brjóti af sér gagnvart nágrönnum og eignum félagsins.
- Sjálfbær rekstur íbúða og án hagnaðarkröfu - þar sem ávinningi er skilað beint til neytendanna
- Að lágmarka byggingarkostnað íbúða – og halda rekstrarkostnaði í hófi
Búfesti hsf hefur lýsir sig reiðubúið til samstarfs um þróun og nánari útfærslu slíkra hugmynda og vísar jafnframt til þess að Samtök Leigjenda á Íslandi (SLI) haf unnið að undirbúningi að stofnun íbúðafélaga. Í september 2017 var formlega gengið til stofnunar á íbúðafélagi í Reykjanesbæ þar sem unnið verður að staðbundnum rekstri íbúða fyrir neytendur í nánara samstarf við sveitarfélagið og velvildafjárfesta.