Fréttir

Norðurþing fær stuðning til þróunarverkefnis í samstarfi við Búfesti hsf og Faktabygg

Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra kynnti val á sveitarfélögum sem sóttu um stuðning til íbúðabyggingarverkefna á landsbyggðinni í Húsavík fimmtudaginn 13. desember.

Ófærð á Akureyri - mokstur í gangi

Fjölmennur fundur um húsnæðismál eldri borgara á Akureyri

Búfesti og EBAK/Félag Eldri Borgara á Akureyri og nágrenni héldu fund til að kynna hugmyndir um nýtt framboð íbúða í forgang fyrir 60 ára+

Viljayfirlýsing Búfesti hsf og Norðurþings undirrituð

Norðurþing og Búfesti hsf hafa gert með sér viljayfirlýsingu með það markmið að "nýtt framboð íbúða" bætist við í sveitarfélaginu. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri undirrituðu yfirlýsinguna 13.nóvember 2018

Fundir með búsetum í hverfum og kjörnum Búfesti hsf 2018

Sett hefur verið upp áætlun um fundi með íbúum/búsetum í kjörnum félagsins

Breyting á mánaðargjaldi

Í samræmi við ákvarðanir stjórnar frá febrúar 2018 verður fjármagnsgjöldum Búfesti hsf skipt hlutfallslega á allar íbúðir félagsins miðað við gildandi fasteignamat.

Árleg prófun á eldvarnarkerfi í Kjarnagötu 12-14-16

Árleg úttekt Securitas á brunaviðvörunarkerfi í Kjarnagötu 12-14-16 verður framkvæmd dagana 22.-23. ágúst nk. Starfsmenn Securitas annast prófunina og verða nánar í samráði við Sigurð Ágústar umsjónarmann.

Fjármálastjóri tekur til starfa hjá Búfesti hsf

Eiríkur Haukur Hauksson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá Búfesti hsf og hefur störf miðað við 15.ágúst 2018.

Forföll við slátt og lóðahirðingu

Því miður hafa verið forföll hjá sumarstarfsmanni við lóðahirðingu sem hafa valdið verulegum töfum á slætti og tiltektum. Biðjumst velvirðingar á þessu og reynum að gera okkar besta miðað við stöðuna. Framkvæmdastjóri 20.júlí 2018

Leiktæki - Trampólín á lóðum og almennum leiksvæðum

Nauðsynlegt virðist að setja almenna ramma um uppsetningu á leiktækjum/TRAMPÓLÍN AF STÆRRI GERÐUM Meðfylgjandi eru Drög í vinnslu - og snúast um deildar meiningar í Klettaborg