Greiðsluúrræði til búseta sem verða fyrir tímabundnum tekjumissi vegna COVID-19

Við gerum okkur grein fyrir því að í ástandi eins og er núna, er atvinnuöryggi hjá mörgum í hættu og óvissa mikil.  Búfesti vill koma til móts við búseta sem lenda í erfiðleikum með að standa skil á mánaðargjaldi á næsta misseri.

Við viljum aðstoða þá aðila sem lenda í atvinnumissi eða tekjuskerðingu með því að skoða málefni hvers og eins.   Sama lausn hentar ekki öllum og því viljum við taka samtalið.  

Hafðu endilega samband og við förum yfir með ykkur hvaða leið hentar best.

Þú getur sent okkur tölvupóst á netfangið bufesti@bufesti.is eða hringt í síma 460-5800 til að fá ráðgjöf.

Við leysum þetta saman.

 

Kveðja

Starfsfólk og stjórn Búfesti