Fréttir

Félagsfundur miðvikudag 5.júní kl 19:30

 

Stjórn Búseta á Norðurlandi boðar til félagsfundar nk. miðvikudag 5.júní kl. 19:30.

Fundurinn verður haldinn í Alþýðuhúsinu Skipagötu 14, 4.h (Lionssalnum).

Dagskrá;

1. Staðan á endurskipulagningu félagsins.

2. Aðalfundur 2013.

3. Önnur mál

Allir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjöld 2012-2013 eru hvattir til að mæta.

Fyrir hönd stjórnar.

Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri

 

Akureyri 28.maí 2013

Enginn titill

Tengir ehf - ljósleiðari inn í hús

 

Tengir ehf hefur fengið samþykki fyrir því að leggja ljósleiðara inn i íbúðir félagsins og koma þar fyrir tengibúnaði/endabúnaði.  Búnaðurinn verður eign Tengis.

Tengir leggur út allan kostnað við framkvæmdina - og það án þess að skuldbinding fylgi um að búsetar/leigjendur nýti sér þennan þjónustumöguleika.

Þeir búsetar sem kjósa að tengjast ljósleiðara - snúa sér til Tengir ehf og greiða stofngjald og afnotagjald samkvæm verðskrá.

Búseti á Norðurlandi tekur ekki á sig neina skuldbindingu um endurgreiðsu stofnkostnaðar gagnvart þeim búsetum sem kostað hafa teningu við ljósleiðara.    Rökrétt er að skoða slík tilvik ef upp koma við rýmingu á íbúðum.

Félagið leggur áherslu á að starfsmenn sem Tengir ehf sendir til að vinna við tengingar endabúnaðar hafi samráð við umsjónarmann (Sigurð Ág.) - varðandi aðgengi að húsum og íbúðum -  og sýni íbúum fulla tillitssemi.

18. mars 2013

Framkvæmdastjóri

Breyting á mánaðargjaldi febrúar-mars 2013

Til búseta/leigjenda

Félagið hefur náð áfanga varðandi endurskipulagningu á lánum sínum í samræmi við samkomulag við lánardrottna sem kynnt var á aðalfundi 2012.   Íbúðalánasjóður greiddi út lán í síðustu viku og gengið var frá greiðslum til Íslandsbanka samkvæmt því.

 

Ekki hefur verið gengið frá endanlegri niðurstöðu með Íbúðalánasjóði varðandi verðlagningu.   Þar til slíkt liggur fyrir er ekki mögulegt að kynna nákvæmlega hvaða breytingar verða á mánaðargjaldi í einstökum íbúðum fram eftir árinu 2013.

 

Með innheimtu fyrir febrúar-mars kemur fram hækkun á þjónustugjöldum félagsins skv. ákvörðun á aðalfundi sem og breyting vegna fasteignamats og brunabótamats eigna.   Nauðsynlegt er að vekja sérstaka athygli á að eignir í Kjarnagötu 12-16 hækka verulega í fasteignamati milli ára – vegna „leiðréttinga“ á matinu. 

 

Þegar ákvörðun liggur endanlega fyrir varðandi verðstefnu mun félagið senda öllum búsetum(leigjendum) sundurliðaða reikninga.

 

F.h. Búseta á Norðurlandi

27.febrúar 2013

 

Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri

 

Reglur um dýrahald endurskoðaðar

Stjórn félagsins hefur staðfest breytingar á reglum varðandi dýrahald.

Heimildir til hundahalds verða þrengdar og framvegis bundnar við raðhús/sérbýli og jarðhæðir fjórbýlishúsanna.

Einnig verður áskilið að kettir verði ekki látnir ganga lausir úti - verði "innikettir" . . .  

Hvetjum til að allir kynni sér breytingarnar með von um að okkur takist að minnka álag og fækka árekstratilefnum vegna dýrahalds í framtíðinni.

Breyttar reglur

Auk þess samþykkti stjórn félagsins að lagt verði gjald á vegna dýrahalds;

  • kr. 500 pr. mánuði vegna kattar
  • kr. 500 p. mánuði vegna smáhunds
  • k.1000 pr. mán vegna meðalstórs og stærri hunds

Árið 2013

 

Stjórn og starfsfólk Búseta á Norðurlandi óskar félagsmönnum og viðskiptamönnum gleðilegs árs.

Þess er vænst að árið verði öllum búsetum og fjölskyldum þeirra hagstætt og að í sameiningu lánist okkur að efla hag félagsins, hlú að húsum og svæðum  og treysta þjónustuna. 

Bestu kveðjur í ykkar hús

Framkvæmdastjóri

Fundir með búsetum

Haldnir hafa verið fundir með búsetum í öllum byggingakjörnum eða hverfum þar sem félagið á íbúðir

 

Til umræðu hafa verið málefni félagsins og rekstrarstaða en þá etv. einkum málefni einstakra húsa og kjarna varðandi viðhald og þjónustu.

 

Með fundunum er það von stjórnar og framkvæmdastjóra að tekist hafi að útskýra stöðu félagsins í framhaldi af þeim samningum um fjárhagslega  endurskipulagningu sem kynntir voru á aðalfundi og ekki síst í ljósi þeirrar fjölmiðlaumfjöllunar sem hefur verið í gangi um rekstrarörðugleika félaga í öldrunarþjónustunni ekki síst.

 

Framkvæmdastjóri hefur lagt upp þessa fundi og svarað spurningum og tekið við ábendingum búsetanna.    Lögð er áhersla á að sem mest af óskum um viðhald og ábendingar varðandi bilanir skili sér í tölvupósti eða í gegn um síma skrifstofunnar.    Neyðartilvik eiga alltaf erindi til umsjónarmanns og/eða framkvæmdastjóra í gegn um GSM síma (sjá hér til hliðar).

 

Mæting á fundina hefur verið misjöfn.

(Ritað 12.12.2012)

Framkvæmdastjóri

Hækkun á mánaðargjaldi

Á aðalfundi félagsins 12.september sl. var gerð grein fyrir því að stjórn Búseta á Norðurlandi hefur gengið frá samkomulagi við Íslandsbanka og Íbúðalánasjóð um endurskipulagningu á skuldum félagsins.

Í samræmi við það hefur stjórn félagsins staðfest hækkun á innheimtu fjármagnsgjalda um 5,5% með október/nóvember innheimtu.   Þessi hækkun er í samræmi við hækkun á vísitölu frá september 2011. 

Gert er ráð fyrir að framvegis fylgi mánaðargjaldið vísitölubreytingum og næsta hækkun komi til framkvæmda miðað við janúar-febrúar 2013.

Allir búsetar verða nánar upplýstir bréflega um þessa breytingu (fer í póst í dag).

Á næstu 3-5 vikum verður boðið til funda í öllum íbúðakjörnum félagsins.

Akureyri 1.nóvember 2012

Framkvæmdastjóri

Aðalfundur

 

Aðalfundur Búseta á Norðurlandi fór fram miðvikudaginn 12.september.     Á fundinum gerði formaður félagsins Guðlaug Kristinsdóttir grein fyrir störfum stjórnarinnar.   Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri rakti helstu viðfangsefni félagsins á liðnu starfsári.      Félagið skilaði taprekstri upp á 270 milljónir árið 2011.    

 

Rekstur félagsins hefur verið afar þungur frá 2008 – og hefur verði unnið að lausnum í samstarfi við Íbúðalánasjóð og Íslandsbanka.  

 

Á fundinum var kynnt undirskrifað samkomulag aðila um fjárhagslega endurskipulagningu Búseta á Norðurlandi.   Samkomulagið gengur út á að Íbúðalánasjóður greiðir út lán vegna síðustu framkvæmda félagsins og nýtir sínar heimildir til skuldbreytinga og mögulegrar niðurfærslu á höfðustól  lána sem eru umfram endurmetið markaðsvirði eigna.   Búseti greiðir Íslandsbanka inn á lánasamninga í samræmi við samkomulag aðila og bankinn mun með því loka samningum og aflétta veðböndum af eignum félagsins.

 

Hækkun á mánaðargjaldi mun koma til framkvæmda frá 1. október 2012 í samræmi við verðbólguþróun ársins (upp á 4,5-6%) - og gert er ráð fyrir að innbyrðis leiðrétting á verðlagningu muni taka gildi frá 1. janúar 2013 - og þá að teknu tilliti til endurmats á verðmæti einstakra eignaflokka.

 

Með samkomulaginu er gert ráð fyrir að mánaðargjald búseta í íbúðum félagsins fylgi verðbólguþróun á meðan verðtrygging lána er í óbreyttri framkvæmd.

 

Stjórn og framkvæmdastjóri lögðu fram ársreikning og skýrslur sínar í trausti þess að þar með sé fengin ásættanleg niðurstaða og traustur rekstrargrundvöllur fyrir félagið.   Um leið er rökrétt að gera ráð fyrir því að félagið fái fyrirgreiðslu og samstarf við Íbúðalánasjóð og opinbera aðila til að takast á við rekstur nýrra/fleiri íbúða til að svara verulegri eftirspurn eftir hagkvæmum íbúðum til leigu eða með búseturétti á Akureyri.

 

Hákon Hákonarson og Stefán Einar Jónsson voru kjörnir í stjórn félagsins til tveggja ára. 

 

Varastjórn var endurkjörin til eins árs.

 

Fundurinn var fámennur að þessu sinni.

 

Fundarstjóri var Ingvar Þóroddsson hdl. og fundarritari Halla Björk Garðarsdóttir.

 

 

 

Könnun á eftirspurn eftir íbúðum hjá félaginu


Síðustu mánuði hefur mikið verið spurt eftir íbúðum hjá félaginu.  

Fjöldi umsókna berst um einstakar íbúðir sem auglýstar eru með búseturétti á Akureyri.

Margir spyrjast fyrir um íbúðir til langtímaleigu.

Félagið hefur ákveðið að bregðast við með því að kanna nánar hjá félagsmönnum hverjar eru óskir þeirra og þarfir með það fyrir augum að geta undirbúið sem allra best umsóknir til Íbúðalánasjóðs um lán til kaupa eða bygginga nýrra íbúða.   

 Svara könnun hér . . . .

Á grundvelli könnunar væntir félagið þess að geta verið í frekara sambandi við þátttakendur með það fyrir augum að nálgast sem best óskir þeirra um íbúðagerð og staðsetningu.

Ekki er hins vegar unnt að fullyrða fyrirfram hvort lánsheimildir verða veittar  -  né heldur að það takist að finna lóðir sem henta eða íbúðir til kaupa.   

Mikilvægt er að sem flestir félagsmenn sem reikna með að breyta til eða vantar íbúð taki þátt í þessarri könnun  (og að þeir sem ekki eru félagsmenn núþegar skrái sig og leggi að mörkum).