Fréttir

Viljayfirlýsing Búfesti hsf og Norðurþings undirrituð

Norðurþing og Búfesti hsf hafa gert með sér viljayfirlýsingu með það markmið að "nýtt framboð íbúða" bætist við í sveitarfélaginu. Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri og Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri undirrituðu yfirlýsinguna 13.nóvember 2018

Fundir með búsetum í hverfum og kjörnum Búfesti hsf 2018

Sett hefur verið upp áætlun um fundi með íbúum/búsetum í kjörnum félagsins

Breyting á mánaðargjaldi

Í samræmi við ákvarðanir stjórnar frá febrúar 2018 verður fjármagnsgjöldum Búfesti hsf skipt hlutfallslega á allar íbúðir félagsins miðað við gildandi fasteignamat.

Árleg prófun á eldvarnarkerfi í Kjarnagötu 12-14-16

Árleg úttekt Securitas á brunaviðvörunarkerfi í Kjarnagötu 12-14-16 verður framkvæmd dagana 22.-23. ágúst nk. Starfsmenn Securitas annast prófunina og verða nánar í samráði við Sigurð Ágústar umsjónarmann.

Fjármálastjóri tekur til starfa hjá Búfesti hsf

Eiríkur Haukur Hauksson viðskiptafræðingur hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá Búfesti hsf og hefur störf miðað við 15.ágúst 2018.

Forföll við slátt og lóðahirðingu

Því miður hafa verið forföll hjá sumarstarfsmanni við lóðahirðingu sem hafa valdið verulegum töfum á slætti og tiltektum. Biðjumst velvirðingar á þessu og reynum að gera okkar besta miðað við stöðuna. Framkvæmdastjóri 20.júlí 2018

Leiktæki - Trampólín á lóðum og almennum leiksvæðum

Nauðsynlegt virðist að setja almenna ramma um uppsetningu á leiktækjum/TRAMPÓLÍN AF STÆRRI GERÐUM Meðfylgjandi eru Drög í vinnslu - og snúast um deildar meiningar í Klettaborg

Aðalfundur 2018 var haldinn 7. júní

Búfesti hsf hélt aðalfund fimmtudaginn 7.júní 2018

Viljayfirlýsing Akureyrarbæjar og Búfesti hsf um aðgengi að lóðum

Allt að 125 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir á Akureyri

Ný ríkisstjórn kynnti málefnasamning; 30. Nóvember 2017


Húsnæðismál (Texti málefnasamnings. Leturbr. Framkvæmdastjóra BS)

 

 

Öruggt húsnæði, óháð efnahag og búsetu, er ein af grundvallarforsendum öflugs samfélags. Í því samhengi skiptir hvað mestu að hagstjórn stuðli að áframhaldandi lækkun vaxta. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir umbótum í húsnæðismálum sem stuðla að eflingu og auknu jafnvægi húsnæðismarkaðar. Litið verður til ólíkra áskorana eftir landsvæðum í þessu samhengi og vanda sem stafar frá fyrri tíð. Tryggja þarf að á hverjum tíma séu aðgengilegar greiningar og tölfræði um húsnæðisframboð og -þörf út frá lýðfræðilegri þróun og skipulagsforsendum.

 

 

Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis til ferðamanna hefur aukist mikið á undanförnum árum og hefur sú þróun haft afgerandi áhrif á húsnæðismarkað víða um land.

 

 

— Setja þarf skýrari reglur um slíka starfsemi, í samvinnu við sveitarfélögin og ferðaþjónustuna, ásamt því að efla eftirlit með leyfislausri starfsemi. Kanna þarf forsendur þess að sveitarfélög hafi ríkari heimildir til að stýra leigumarkaði. Stuðla þarf að bættu aðgengi landsmanna að öruggu húsnæði með eflingu stuðningskerfa og samræmdri stefnumörkun í uppbyggingu félagslegs húsnæðis, auknu gagnsæi á leigumarkaði og aukinni upplýsingagjöf um húsnæðismál.

 

 

Ríkisstjórnin mun fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa. Í samskiptum ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og fjárhagsmál verður aukið lóðaframboð og gjaldtaka vegna nýbygginga á dagskrá ásamt því að yfirfara stjórnsýslu vegna byggingaframkvæmda. Styðja þarf áfram við leigufélög sem eru rekin á félagslegum forsendum án hagnaðarsjónarmiða með stofnstyrkjum ríkisins.

 

 

Ríkisstjórnin mun taka markviss skref á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum en samhliða þeim verður ráðist í mótvægisaðgerðir til að standa vörð um möguleika ungs fólks og tekjulágra til að eignast húsnæði. Sérstök áhersla verður lögð á að gæta efnahagslegs stöðugleika. Ríkisstjórnin vill enn fremur skapa hvata og stuðning til þess að heimili sem það kjósa geti breytt verðtryggðum lánum í óverðtryggð.

 

 

Fasteignaverð er liður í neysluvísitölu hér á landi og mikil hækkun þess á undanförnum árum hefur af þeim sökum leitt til þess að höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað meira en ella. Ríkisstjórnin mun hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar.

 

 

Þröskuldur ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn verður lækkaður

 

 

Markviss skref verða tekin á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum og samhliða hugað að mótvægisaðgerðum í þágu ungs fólks og tekjulágra —

 

 

 

Umsögn:

 

 

Fyrir hönd Búfesti hsf  er ríkisstjórn boðin velkomin til starfa;  Eins og lesa má út úr textanum um húsnæðismál er ekki um að ræða neinar afmarkaðar aðgerðir og veltur því mjög á hvernig ráðherra málaflokksins tekst á við verkefnið – og ekki síst hvernig viðkomandi tekst til við að virkja almenning og fagaðila sem hafa þekkingu á húsnæðismálum til að leggja að mörkum.

 

 

Framkvæmdastjóri og stjórn Búfesti hsf munu hér eftir sem hingað til leita eftir jákvæðu samtali við ráðherra og velferðarnefnd ALþingis í því skyni að ná fram bættum starfsskilyrðum fyrir neytendadrifnum rekstri íbúðarhúsnæðis fyrir allar gerðir fólks og ólíka tekjuhópa.  

 

 

Þar væri um að ræða leiguhúsnæði, búseturéttaríbúðir og séreignaríbúðir – þar sem hagræði af samtakamætti og félagslegum lausnum verður skilað beint til neytenda.