Lausar íbúðir á Akureyri og Húsavík

Búseturéttur til sölu á Akureyri:  

Tveggja herbergja íbúðir: 

 

Kristjánshagi 10-205 Nýleg 2 herbergja íbúð á annarri hæð í tveggja hæða fjölbýli,   Íbúðin er um 53 fm.  Rúmgóðar svalir og geymsla í sameign. Hiti og öll húsgjöld innifalin en rafmagn greiðist skv. mæli

Búseturéttur er kr. 2.600 þúsund og mánaðargjald er kr. 138 þúsund

Íbúðin er laus til afhendingar  í  lok ágúst eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur:  Er til og með 28. febrúar

Sækja um kaup Hér

Ganga í félagið Hér     

 

 

Þriggja herbergja íbúðir: 

Engin þriggja herberga íbúð laus eins og er 

 

Fjögurra herbergja íbúðir : 

 

Kjarnagata 16-303.  Rúmgóð 4 herbergja 106 fm íbúð á efstu hæð í fjölbýli með lyftu. Glerlokun á einkasvölum og inngöngupalli og bílastæði í kjallara. Gólfhiti og harðparket á gólfum. Þvottahús inni í íbúð og sér geymsla í kjallara.  Innifalið; Bílastæði í kjallara, öll tæki í eldhúsi og þvottahúsi. Hiti, rafmagn, þrif á sameign og öll þjónustugjöld.

Búseturéttur er kr. 4.800 þúsund og mánaðargjald er kr. 222 þúsund

Íbúðin er laus til afhendingar í lok maí eða skv. nánara samkomulagi.

 Umsóknarfrestur: Er til og með 7.mars 

Sækja um kaup Hér

Ganga í félagið Hér   

 

 

Kjarnagata 14-103.  (frátekin til 3. mars)  Rúmgóð 4 herbergja 106 fm íbúð á jarðhæð í fjölbýli með lyftu. Glerlokun á einkasvölum og inngöngupalli og bílastæði í kjallara. Gólfhiti og harðparket á gólfum. Þvottahús inni í íbúð og sér geymsla í kjallara.  Innifalið; Bílastæði í kjallara, öll tæki í eldhúsi og þvottahúsi. Hiti, rafmagn, þrif á sameign og öll þjónustugjöld.

Búseturéttur er kr. 4.400 þúsund og mánaðargjald er kr. 217 þúsund

Íbúðin er laus til afhendingar við undirritun

 Fyrstur kemur fyrstur fær. Hægt að skrá sig í félagið og sækja um íbúðina í kjölfarið.

Sækja um kaup Hér

Ganga í félagið Hér   

 

 

 

Fimm herbergja íbúðir : 

 Engar 5 herbergja íbúðir í auglýsingu eins og er 

 

 

Íbúðir á Húsavík;

 

Verið er að byggja 12 nýjar íbúðir í tveimur raðhúsum í Grundargarði og Ásgarðsvegi.  Íbúðirnar eru á tveimur hæðum hver um 108 fm.   Um er að ræða fallegar 4 herbergja íbúðir, hægt að fækka herbergjum um eitt með því að opna á milli barnaherbergjana. 

 Áætað er að auglýsa íbúðirnar í febrúar

   

 

 

Búsetar í almennum íbúðum félagsins eiga rétt á vaxtabótum í samræmi við reglur á hverjum tíma.  

Búsetar í félagslegum íbúðum félagsins eiga kost á húsaleigubótum í samræmi við reglur á hverjum tíma.   Sækja þarf um hjá umsjónaraðilum/Húnsnæðis og mannvirkjastofnun og leggja fram afrit af þinglýstum búsetusamningi.

 

Ath! kaupendur búseturéttar geta sótt um fyrirgreiðslu félagsins vegna kaupa á búseturétti - og nýtt sér skattfrjálsa ráðstöfun séreignarsparnaðar

  • Sjá reglur um nýtingu séreignarsparnaðar til að afla húsnæðis (www.leidretting.is )
  • Sjálfskuldarábyrgð á láni að upphæð allt að 50% af kaupverði búseturéttar ef ekki eru aðrir kaupendur í biðröð.
  • Yfirlýsingu um að félagið hafi tekið við fyrirmælum um tiltekna ráðstöfun á uppgjörsverði búseturéttar við sölu.
  • Tímabundna frestun á greiðslu hluta kaupverðs til ákveðins tíma (ef ekki eru aðrir kaupendur sem sótt hafa um innan 1.umsóknarfrests)