Félagslegar íbúðir - tekju- og eignamörk

Uppreiknuð tekju- og eignamörk vegna félagslegra leiguíbúða

Frá og með 7.september 2016  eru uppreiknuð tekju- og eignamörk með vísan til 23. og 24. gr. reglugerðar um lánveitingar til leiguíbúða, ráðstöfun þeirra og rekstur, nr. 873/2001, lögð til grundvallar úthlutun:

Með reglugerð nr. 742/2016 sem nú hefur tekið hefur gildi, eru birt ný tekju- og eignamörk vegna lánveitinga, en þau eru uppreiknuð ár hvert.

Tekjumörk

Samkvæmt uppfærðum tekjumörkum skulu ársmeðaltekjur íbúa leiguíbúðar sem Íbúðalánasjóður hefur lánað til skv. 37. gr. laga um húsnæðismál ekki vera hærri en nemur 4.749.000 kr. (í stað 4.329.000 kr. áður) og við það bætast 1.187.000 kr. fyrir hvert barn sem býr á heimilinu (í stað 724.000 kr. áður).

Viðmiðunartekjur hjóna og sambúðarfólks skulu vera 40% hærri en hjá einstaklingi, að hámarki 6.649.000 kr. (í stað 6.063.000 kr. áður).

Eignamörk

Heildareign íbúa leiguíbúðar sem Íbúðalánasjóður hefur lánað til skv. 37. gr. laga um húsnæðismál að frádregnum heildarskuldum skal ekki nema hærri fjárhæð en 5.126.000 kr. (í stað 4.673.000 kr. áður).

Reglugerð nr. 742/2016