Rekstrarábyrgð: Upplýsingar til kaupenda búseturéttar

Samsetning mánaðargjaldsins er nánar listuð upp hér undir á pdf-skjalinu 

Einnig er að finna meginlínur varðandi ábyrgð aðila á deglegum rekstri innan íbúðar.

Almenna reglan er sú að hver búseti/íbúi annast daglegan rekstur og smáviðgerðir - en félagið sér um stærra viðhald og endurnýjun og þá samkvæmt nánari áætlun til lengri tíma.  

Umsjónarmaður félagsins (eða annar trúnaðarmaður) tekur ákvörðun um hvaða þættir falla á félagið og hvaða þáttum búsetar sjálfir skuli standa straum af og sjálfsagt mál að kalla hann til ef einhver vafi er á ferðinni. 

Rökrétt er að búsetar komi óskum um aðgerðir eða breytingar og lagfæringar á framfæri við félagið með skriflegum hætti og/eða í samráði við starfsmenn Búfesti hsf.

Nánari leiðbeiningar og reglur eru í vinnslu (2017) í framhaldi af breyttum lögum og samþykktum.