Vaxtabætur 2016

   Á   vefRíkisskattsjóra er að finna allar upplýsingar um vaxtabætur eins og þær eru á hverjum tíma.   

Íbúar í almennum búseturéttaríbúðum Búfesti hsf eiga rétt á vaxtabótum.

Endurgreiðsluvirði búseturéttar við áramót er forskráð á skattframtal og einnig þau vaxtagjöld sem félagið hefur innheimt sem hluta af mánaðargjaldi.   

Eftirstöðvar áhvílandi lána eru einnig skráðar á viðkomandi íbúð og koma til útreiknings hjá búsetanum.  

 Önnur vaxtagjöld og/eða lántökukostnaður bætist síðan við af framteljenda ef slíkur kostnaður er til staðar. (Fyrstu kaup búseturéttar – kostnaður vegna íbúðaskipta!)

·        Hægt er að sækja um fyrirframgreiðslu vaxtabóta hjá skattastjóra, en annars koma vaxtabætur til uppgjörs með skattálagningu 1. ágúst ár hvert.

Hér að neðan eru viðmiðanir sem er að finna á vef Ríkisskattstjóra.

Vaxtabætur í álagningu 2018 vegna vaxtagjalda árið 2017

Stofn til útreiknings

Vaxtagjöld til útreiknings vaxtabóta er sú fjárhæð sem lægst er af 1), 2) og 3).

  1. Vaxtagjöld samkvæmt reit 87 og/eða 166 á framtali.
  2. 7% af eftirstöðvum skulda samkvæmt reit 41, 45 eða 167.
  3. Hámark vaxtagjalda, sem er:
    Hjá einhleypingi kr. 800.000
    Hjá einstæðu foreldri kr. 1.000.000
    Hjá hjónum og sambúðarfólki kr. 1.200.000

Tekjutenging

Frá vaxtagjöldum skv. framansögðu dragast 8,5% af tekjustofni* og er mismunurinn reiknaðar vaxtabætur.

Eignatenging

Vaxtabætur, eins og þær eru reiknaðar út hér að ofan, skerðast ef eignir að frádregnum skuldum fara yfir mörk, sem eru:

Hjá einhleypingi/einst. foreldri kr. 4.500.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 7.300.000
Réttur til vaxtabóta fellur niður um leið og nettóeign verður: 
Hjá einhleypingi/einst. foreldri kr. 7.200.000
Hjá hjónum/sambúðarfólki kr. 11.680.000
Vaxtabætur geta að hámarki orðið:
Fyrir einhleyping kr. 400.000
Fyrir einstætt foreldri kr. 500.000
Fyrir hjón og sambúðarfólk kr. 600.000


Vaxtabætur skiptast jafnt á milli hjóna/sambúðarfólks. Vaxtabætur sem eru lægri en 5.000 kr. á mann falla niður.

* Tekjustofn til útreiknings vaxtabóta er frábrugðinn tekjuskattsstofni að því leyti að fjármagnstekjur eru meðtaldar og laun frá alþjóðastofnunum sem ekki eru skattlögð koma inn í tekjustofn til útreiknings á vaxtabótum.