Afsláttur á fasteignagjöldum lífeyrisþega

 Samkvæmt gildandi reglum hjá Akureyrarbæ geta lífeyrisþegar sótt um lækkun fasteignagjalda vegna 2010 (Eyðublað HÉR).

Reglurnar gilda fyrir hjón/sambúðarfólk og þess vegna er mikilvægt að búsetar í íbúðum félagsins fylgi þessu eftir hver fyrir sig þar sem félagið hefur ekki allar upplýsingar um réttarstöðu einstaklinga eða annarra heimilismanna.

Uppgjör miðast við búsetu í október og hlutfallslega fyrir þá sem hafa setið í íbúðum einungis hluta úr ári.

Búsetar í íbúðum félagsins eru hvattir til að kynna sér gildandi reglur (HÉR) og hafa samband við fjárreiðudeild Akureyrarbæjar vegna nánari upplýsinga.