Framleiga búseturéttar

Búsetuhafa er ekki heimilt að framleigja íbúð með búseturétti nema með samþykki stjórnar Búfesti og þá því aðeins að búseturéttarhafi hafi brýna þörf fyrir hana, svo sem vegna tímabundins starfs eða náms annars staðar. Leigutími skal vera í mesta lagi eitt ár í senn og almennt aldrei lengur en í tvö ár samtals. Framleiga breytir í engu skyldum búseturéttarhafa samkvæmt búsetusamningi, þar á meðal skyldu hans til greiðslu búsetugjalds.

Hafi búseturéttarhafi í hyggju að framleigja íbúðina er umsókn þess efnis send á netfangið bufesti@bufesti.is

Ef stjórn Búfesti veitir slíkt samþykki skal leigusamningur áritaður af félaginu. Leigusamningur sem gerður er án samþykkis Búfesti er ógildur og getur félagið rift búsetusamningi við viðkomandi búseturéttarhafa, vikið honum úr félaginu og krafist útburðar leigjanda og/eða búseturéttarhafa.