Um okkur

 

Búseti á Akureyri var stofnað 27. mars 1984. Starf félagsins var takmarkað fram til ársins 1989. Fyrsta íbúð félagsins var tekin í notkun árið 1990. Félagið sameinaðist Búseta á Húsavík frá áramótum 2005 og starfar nú undir nafninu Búfesti hsf.

Félagið á 26 íbúðir á Húsavík og íbúðirnar á Akureyri eru 241 og þannig alls 273. Mest var byggt árin 2007 og 2008. Þá voru teknar í notkun 58 íbúðir í fjölbýlishúsi á Akureyri og 12 íbúðir í minna fjölbýli.

Fjöldi virkra félagsmanna hefur verið nokkuð stöðugur frá árinu 2010 eða á milli 900 og 1.000 einstaklingar. 

Árið 2022 keypti félagið Baldursnes 4 og við það var hægt að sameina skrifstofu og verkstæði. Opnunartími skrifstofu verður áfram sá sami eða frá 9-12 mánudaga - fimmtudaga. Starfsmenn félagsins aðstoða og upplýsa almenning um starfsemi félagsins, kosti búsetufyrirkomulagsins, taka við inntökubeiðnum og annast alla umsýslu vegna félagsmanna og íbúða félagsins.