Að segja sig úr félaginu

Úrsögn úr félaginu þarf að berast skriflega. Einfaldast er að senda tölvupóst til félagsins á netfangið bufesti@bufesti.is

Félagsmaður öðlast félagsréttindi um leið og hann skráir sig í félagið og greiðir inngöngugjald og eitt árgjald.

Að loknum aðalfundi ár hvert er send út innheimta á samþykktu árgjaldi. Allir félagsmenn sem eru á félagaskrá þegar innheimta er send út teljast að fullu gjaldskyldir fyrir yfirstandandi ár.

Félagsmaður sem skuldar 2 árgjöld missir félagsréttindi sín og verður tekinn af félagaskrá ef hann sinnir ekki ábendingum um skuld sína - innan gefins frests.