Verðhækkanir á mánaðargjöldum

Til allra búseta í íbúðum Búfesti hsf.

Ákvörðun um mánaðargjald og innheimtu árið 2025

Stjórn og stjórnendur Búfesti hafa að undanförnu farið yfir þær utanaðkomandi hækkanir sem á okkur hafa dunið. Nú liggur fyrir að fasteignamat hækkar áfram á flest öllum íbúðum okkar.
Það hefur í för með sér mikla hækkun á þeim gjöldum sem félagið þarf að standa skil á til sveitarfélaganna.
Einnig liggur fyrir að orkuveitur hækka flestar gjaldskrár sínar mikið. Norðurorka hefur eins og flestir vita hækkað mikið gjaldskrár sínar á undanförnum misserum. Tryggingar okkar hækka einnig vegna m.a. hækkandi brunabótamats og núna einnig vegna svokallaðs ”Grindarvíkurálags”.

Launakostnaður okkar hefur hækkað vegna kjarasamningsbundinna launahækkana.
Við höfum þegar reiknað með í áætlunum okkar, samþykktum kjarsamningshækkunum þetta árið.

Háir vextir og mikil verðbólga undanfarin misseri ásamt aukinni viðhalds þörf á mörgum eignum gerir félaginu það ókleyft á taka á sig hluta af þessum hækkunum að svo stöddu.
Vatnsveðrið mikla fyrir nokkrum dögum olli tjóni á mörgum íbúðum hjá okkur sem þarf að laga sem fyrst ásamt því að við verðum að tryggja að þetta komi ekki fyrir aftur í þessum eignum.

Stjórn og stjórnendur hafa því tekið ákvörðun um að mesta hækkun pr. íbúð verði 12.953 kr.
Hækkun mánaðargjaldsins, heilt yfir verður að meðaltali 4,4%.

Mun þessi breyting taka gildi með næsta greiðsluseðli. Félagið telur jafnframt að með þessu eigi ekki að þurfa að koma til frekari hækkana á öðrum liðum en fjármagnskostnaði á árinu 2025, nema ytri aðstæður verði félaginu á allan hátt óhagstæðar út árið.

Við hvetjum alla til að skoða gaumgæfilega þessar breytingar hjá sér og endilega hafa samband við okkur ef þið hafið einhverjar spurningar varðandi þessar breytingar.

18.02.2025
Fh. Búfesti hsf
Eiríkur H. Hauksson
Framkvæmdastjóri