Búsetugjald

Mánaðargjald (Búsetugjald skv. skilgreiningu laga og samþykkta) samanstendur af rekstarkostnaði íbúðarinnar svo sem fjármagnskostnaði og afborgunum af öðrum stofnkostnaði, fasteignagjöldum, brunatryggingu, húseiganda­trygg­ingu, framlag vegna viðhalds, hita og rafmagni í sameign og í sumum tilfellum hita í íbúðunum þ.e. í fjölbýlishúsum og fjórbýlishúsum sem eru með einn rennslismæli orkuveitu. Rafmagnsnotkun í íbúðunum er venjulega undanskilin og hiti í raðhúsíbúðum sem eru með rennslismæla í hverri íbúð. Nýjar íbúðir í fjölbýli eru  oft leigðar með rafmagni og hita inniföldu í búsetugjaldinu.

Allt ytra viðhald á húsum Búfesti hsf er á ábyrgð félagsins svo og stofnlagnir vatns, hita og rafmagns. Um innra viðhald fer eftir staðfestum reglum þar um eins og þær eru á hverjum tíma og ber stjórn að kynna þær fyrir félagsmönnum og fara nánar yfir á aðalfundi ár hvert.

Mánaðarlegt búsetugjald tekur mið af breytingum á vísitölu samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar félagsins og að teknu tilliti til greiðslubyrði af öllum lánum félagsins. Fjármagnskostnaður (vextir og verðbætur) og fasteignagjöld og tryggingar eru stærstu póstar mánaðargjaldsins.