Uppsögn búseturéttar

Búsetar í íbúðum félagsins geta sagt upp búsetusamningi hvenær sem er með sex mánaða fyrirvara.

Um styttri fyrirvara til sölu búseturéttar getur alltaf verið að ræða en tæplega styttri en þrír mánuðir, eða sá lágmarkstími sem nota þarf við íbúaskipti og til auglýsingar og úthlutunar, heilmálunar og lagfæringa á íbúðinni eftir því sem slíkt er nauðsynlegt.

Allar íbúðir félagsins eiga að vera í góðu ástandi miðað við aldur þeirra á hverjum tíma þegar íbúaskipti fara fram.

Fráfarandi búseti fær greitt fyrir búseturétt það kaupverð sem hann upphaflega greiddi framreiknað með verðbótum 4-6 vikum eftir að nýr búseti hefur tekið við - og handhafar eldri samninga aldrei seinna en tólf mánuðum eftir uppsögn þó ekki hafi tekist að selja búseturéttinn.

Það sem getur rýrt búseturéttareign félagsmanna er slæm umgengni og vanskil á lögbundnum greiðslum félags- og búsetugjalds.

uppsögn á búseturétti - og skilað til skrifstofunnar eða sendið tölvupóst á bufesti@bufesti.is