Breytt fyrirkomulag húsaleigubóta - vaxtabætur með óbreyttu fyrirkomulagi.
26.01.2017
Frá áramótum var tekið upp breytt fyrirkomulag húsaleigubóta. Sá hópur sem hefur búsetusamning í íbúðum með félagslegum lánakjörum (úthlutað miðað við tekjur,eignir og fjölskyldugerð) á áfram rétt á húsaleigubótum.
Sá misskilningur virðist vera uppi að þar sem ekki er um að ræða "leigusamning" heldur "búsetusamning" - þá þurfi viðkomandi félagsmenn Búfesti hsf að leggja fram staðfestingar til Vinnumálastofnunar á að þeir hafi gildan samning.
Mikilvægt er að búsetarnir sem eiga rétt á húsaleigubótum verði vakandi fyrir þessu og fylgi því eftir að þeirra réttur verði ekki fyrir borð borinn.
Áfram eru reglur um vaxtabætur sambærilegar og fylgja skattframtalinu og álagningu. Búsetar eru beðnir að fylgjast með því að fjármagnsgjöld/vaxtagjöld og eftirstöðvar lána á íbúð viðkomandi séu skráð á skattframtalinu.
Framkvæmdastjóri 26.janúar 2017