Til allra búseta í íbúðum Búfesti - vegna breytinga á mánaðargjaldi

 

 

Innheimta mánaðargjalda vegna febrúar 2019 er komin í bankann hjá búsetum í íbúðum Búfesti eins og venjulega.

Að þessu sinni eru talsverðar breytingar á fjárhæðum hjá allmörgum.   Hækkanir sem fram koma stafa einkum af verulegum hækkunum á fasteignamati - - og kemur það alveg sérstaklega fram á eignum á Húsavík.

Stjórnendur Búfesti eiga í áframhaldandi samtölum við Íbúðalánasjóð og fleiri fjármálafyrirtæki varðandi mögleika á betri kjörum sem færa mun félagsmönnum lækkaða greiðslubyrði.   Á þessu stigi eru ekki nægar staðfestingar á því til hversu miklum ávinningi unnt verður að skila til búsetanna beint í gegn um mánaðargjaldið.

Til bráðbirgða var tekin ákvörðun um að stilla upp innheimtu miðað við að minniháttar lækkun á greiðslubyrði lána Búfesti verði tryggð og í því ljósi ákvað stjórn að nýta svigrúmið til að hækka innheimtu viðhaldsgjalda úr 0,55% í 0,75% af brunabótamati.   Slík ákvörðun var tekin með fyrirvara um samþykki aðalfundar sem settur verður á dagskrá í maí eða júní.

Um leið og formlegur áfangi næst í samningum við lánastofnanir mun það geta skilað sér í lækkun mánaðargjalds – helst strax með næsta mánuði.

Framvegis fá allir mánaðarlegan reikning sendan í heimabanka (rafræn skjöl).

Allir búsetar í íbúðum félagsins verða upplýstir nánar með ítarlegu bréfi sem sent er í tölvupósti til búseta sem gefið hafa upp netfang -  eða borið (póstað) til fólks.

Búsetarnir eru hvattir til að hafa samband ef reikningar og upplýsingabréf skila sér ekki – og eins ef eitthvað þarfnast nánari skýringa.

 

Framkvæmdastjóri 28.febrúar 2019