Aðalfundur Búfesti verður haldinn miðvikudaginn 14.maí 2025, kl. 19:00 í salnum Hamrar í Hofi.
Hvetjum félagsmenn til að mæta og taka þátt í umræðum og kosningum í stjórn. Minnum á að þeir einir hafa atkvæðarétt sem greitt hafa félagsgjöldin fyrir árið 2025.
Skráning á fundinn hefst 18:30
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra fyrir liðið starfsár.
2. Endurskoðaðir reikningar 2024 lagðir fram.
3. Umræður um skýrslu stjórnar / framkvæmdastjóra og ársreikning.
4. Afgreiðsla ársreiknings.
5. Tillögur til breytinga á samþykktum félagsins.
a) 19.gr. Tillaga um fækkun varamanna úr 5 í 3 og framboðsfrestur í stjórn.
6. Ákvörðun um inntökugjald og árgjald.
7. Ákvörðun gjalds í viðhaldssjóð og tilhögun innheimtu.
8. Umræður um fjármögnunarforsendur, rekstraráætlanir, þjónustustefnu, leigulíkan, mánaðargjöld og uppbygging á gjaldskrá félagsins.
9. Ákvörðun stjórnarlauna.
10. Kosningar;
a) Kosning formanns til tveggja ára
b) Kosning tveggja stjórnarmanna til tveggja ára
c) Kosning eins stjórnarmanns til eins árs
d) Kosning varastjórnar til eins árs
e) Kosning endurskoðunarfélags/löggilts endurskoðanda
11. Önnur mál sem heyra undir aðalfund.
Ársreikningur félagsins er aðgengilegur á heimasíðu félagsins, ásamt samþykktar breytingunum
Kveðja
Stjórn og starfsmenn Búfesti