Séstakur vaxtastuðningur 2024

Sérstakur vaxtastuðningur

Við álagningu opinberra gjalda 2024 er framteljendum ákvarðaður sérstakur vaxtastuðningur. Lög um hann voru sett í tengslum við kjarasamninga sem undirritaðir voru í mars 2024.

Fólk með búseturétt getur haft þrjá möguleika til að ráðstafa sérstökum vaxtastuðningi:

  • Til lækkunar búsetugjalds sem stafar af láni teknu til fjármögnunar húsnæðis í nafni búseturéttarfélagsins
  • Inn á höfuðstól láns teknu í eigin nafni til að kaupa búseturétt, sem talið hefur verið fram í kafla 5.2 á framtali
  • Inn á afborganir láns teknu í eigin nafni til að kaupa búseturétt, sem talið hefur verið fram í kafla 5.2 á framtali

Í lögum nr. 36/2024 þar sem kveðið er á um sérstakan vaxtastuðning er aðeins gert ráð fyrir að hægt sé að ráðstafa inn á lán sem fólk er sjálft rétthafar að. Hafi slíkt lán verið verið tekið, í eigin nafni, til kaupa á búseturétti, má rástafa stuðningi inn á það lán, annað hvort höfuðstól eða afborganir.

Að öðrum kosti þarf að tilgreina búsetufélag, sem mun ráðstafa stuðningnum til lækkunar á búsetugjaldi.

Skrefin eru;

  1. Farið inn á þjónustvef skattsins og skráið ykkur inn með rafrænum skilríkjum
  2. Niðurstöður eru þar aðgengilegar undir „nýleg samskipti“
  3. Opna ráðstöfun
  4. Skrá nýtt lán/búseturéttur.
  5. Vegna lækkunar á búsetugjaldi veljið þið Búfesti. Vinsamlega athugið líkindi á milli félagana Búseti og Búfesti, passa að velja rétt félag.
  6. Haka við staðfestingu
  7. Ýta á senda

Ef eitthvað er óljóst í ferlinu geta starfsmenn skrifstofu aðstoðað ykkur.

 

Kveðja

Starfsfólk Búfesti