Árni hefur fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu þar af 10 ára reynslu við fasteignaumsjón. Árni er félagmaður í Búfesti og búseturéttarhafi.
Benedikt er byggingartæknifræðingur að mennt og hefur mikla reynslu, bæði úr einka- og opinbera geiranum. Hefur starfað hjá SÍS, Vegagerðinni,Verkfræðistofu Norðurlands en lengstum hjá Byggðastofnun þar sem hann hafði umsjón með uppbyggingu starfsstöðva stofnunarinnar á Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og svo hjá Orkustofnun þar sem hann vann síðustu 20 ár starfsferilsins. Benedikt er félagsmaður í Búfesti og búseturétthafi.
Sigríður M. Bragadóttir hefur víðtæka reynslu úr atvinnlífinu á Akureyri og einnig verið virk í félagsmálum. Hún var t.d. framkvæmdastjóri Nætursölunar og Bifreiðastöðvar Oddeyrar. Sigríður er félagsmaður í Búfesti og búseturéttarhafi.
Sigurður hefur mikla reynslu úr atvinnulífinu en hann var umdæmisstjóri Vís á norðurlandi 1989-2007 en þá varð hann útibússtjóri KB banka (Arion) á Akureyri til 2013 og eftir það rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar á Akureyri til starfsloka haustið 2018. Sigurður er félagsmaður í Búfesti hsf.
Stefán er kjötiðnaðarmeistari að mennt og starfar sem slíkur. Hann hefur verið stjórnarmaður í Matvís síðan 2018 og er með mikla félagsmála reynslu. Stefán er félagsmaður í Búfesti hsf og búseturéttarhafi.