Aðalfundur 2018 var haldinn 7. júní

Íbúðakjarni við Brekatún og Kjarnagötu
Íbúðakjarni við Brekatún og Kjarnagötu

 

Formaður Guðlaug Kristinsdóttir flutti skýrslu stjórnarinnar og Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri gerði grein fyrir rekstri og starfsemi félagsins og ársreikningi 2017.

 

Verulegur bati er í afkomu félagsins þriðja árið í röð.   Hagnaður  ársins 2017 nam kr. 417.855.459 og bókfært virði íbúða félagsins er samkvæmt reikningnum  kr 7.954.794.532.

Bókfært eigið fé félagsins er samkvæmt ársreikningi kr. 1.591.553.964,-  

Á fundinum kom fram veruleg pressa frá búsetum að staðið yrði betur að viðhaldi þannig að eignir félagsins héldu verðgildi sínu og gæðum.   samþykkt var að hækka innheimtu til reglubundins viðhalds um 10%.   Framvegis verður innheimt 0,55% af brunabótamatsverði hverrar eignar árlega - og deilist það á 12 mánaðargjöld.

Að  sögn framkvæmdastjóra verður áfram unnið að því að leita betri lánakjara og leiðréttinga á breytilegum vöxtum Íbúðalánasjóðs.   Alþingi samþykkti á vordögum breytingu á lögum sem auðveldar húsnæðissamvinnufélögum að leita beint til lífeyrissjóða og banka um skuldabréfafjármögnun og jafnframt að semja um stuðning og þróunarframlög frá samstarfsaðilum.

Búfesti undirbýr verulegar byggingaframkvæmdir á næstu 5-7 árum framundan.  Viljayfirlýsing með Akureyrarbæ um aðgengi að lóðum og samstarf við Félag Eldri Borgara á Akureyri gefur væntingar um að unnt verði ná árangri með raðsmíði og magninnkaupum á forsniðnum einingum eða fullframleiddum íbúðum.   Búfesti hsf hefur átt jákvæð samskipti við sveitarstjórnir á NA-landi og áhugasama aðila sem vilja leggja að mörkum til að skapa nýtt og hagkvæmt framboð íbúða þar sem skortur er á íbúðarhúsnæði víðast í landshlutanum.

Nýbirt fasteignamat næsta árs metur eignasafn Búfesti hsf á 8.736 milljónir og áhvílandi veðskuldir um þessar mundir eru ríflega 5.500 milljónir.     Svigrúm félagsins er þannig til muna meira en það hefur verið um langan tíma.

Stjórn félagsins  var endurkjörin á fundinum;

Guðlaug Kristinsdóttir formaður

Ingvar Björnsson varaformaður

Halldór Már Þórisson, Sigríður María Bragadóttir og Stefán Einar Jónsson meðstjórnendur.

Varastjórn félagsins var einnig öll endurkjörin;   Baldur Ingi Karlsson, Hanna Dóra Markúsdóttir, Hólmfríður Guðmundsdóttir, Höskuldur Jóhannesson og Inda Björk Gunnarsdóttir.

Stjórnarmenn eru allir nema einn búsetar hjá félaginu og búa í kjörnum félagsins vítt og breitt um bæinn.    Stjórnarmenn og varamenn eru allir boðaðir til stjórnarfunda og fá fundargögn og taka sameiginlegan þátt í stjórnun félagsins.   Auðvelt ætti að vera fyrir alla búseta í íbúðum félagsins að koma málum á dagskrá hjá stjórn félagsins eða starfsfólki.

(Framkvæmdastjóri 12.júní 2018)