Breyting á mánaðargjaldi

Kjarnagata 16
Kjarnagata 16

 

Þessi ákvörðun var skýrð fyrir búsetunum með bréfi sem borið var í allar íbúðir og nánar fylgt eftir á fundum félagsins og aðalfundi í júní sl.

Þar sem breytingin var umtalsverð innbyrðis á milli íbúða var hún innleidd í tveimur skrefum - frá febrúar og núna með september.

Einnig kemur nú til framkvæmda ákvörðun aðalfundar að hækka gjald til reglubundins viðhalds eigna í 0,55% (var 0,5%) af brunabótamati eigna fyrir árið - en það deilist á 12 mánuði ársins.

Verulegar hækkanir á eignaverði hafa komið fram síðustu missiri.  Einstakar eignir hafa hækkað talsvert meira en aðrar  -  og þar er einkum um að ræða raðhús á einni hæð í Giljahverfi - og íbúðir á 4.-5 hæðum í Kjarnagötu 12 og 14.

Margar eldri eignir félagsins lækka hlutfallslega í verðmæti og mánaðargjaldið lækkar þá samsvarandi.

Gert er ráð fyrir að breyting á mánaðargjaldi komi til framkvæmda næst frá janúar 2019 með nýju fasteignamati.

Stjórnendur félagsins leita enn allra leiða til að ná samkomulagi um hóflegri vaxtakjör  -  og mögulega með endurfjármögnun.   Ástæða er til að vænta þess að Íbúðalánasjóður gefi færi á betri kjörum samhliða því sem Búfesti hsf getur bætt rekstur og þjónustu með nýframkvæmdum og umtalsverðri fjölgun eigna sem nú er á næsta leyti.

Búfesti hsf hefur átt áhugaverðan undirbúning nýrra framkvæmda með Norðurþingi og Akureyrarbæ og hefur náð samkomulagi með viljayfirlýsingum með þessum sveitarfélögum - og átt jákvæð samtöl við fleiri sveitarfélög á svæðinu.   Félag Eldri Borgara á Akureyri (EBAK) vinur með Búfesti að undirbúningi íbúðabygginga í forgang fyrir aldurshópinn 60 ára +

 

Framkvæmdastjóri 

(ritað 1. október 2018)