Félagsfundur - upplýsingar

 

Félagsfundur var haldinn miðvikudaginn 5. júní.  Á fundinum gerðu framkvæmdastjóri og formaður félagsins grein fyrir stöðunni að því er varðar fjárhagslega endurskipulagningu félagsins.

Sú endurskipulagning er nú á lokastigi og þess vænst að formlegur frágangur allra skjala og uppsetningu ársreiknings 2012 ljúki ekki síðar en með júlí/ágúst.

Gert er ráð fyrir að aðalfundur félagsins verði boðaður í september 2013.

Framkvæmdastjóri (6.6.2013)