Fjölmennur fundur um húsnæðismál eldri borgara á Akureyri

EBAK og Búfesti 22.11.2018
EBAK og Búfesti 22.11.2018

 

Á grundvelli viljayfirlýsingar milli Akureyrarbæjar og Búfesti hsf - með aðild EBAK - er í gangi undirbúningur að byggingum ótilgreinds fjölda íbúða í forgang fyrir 60 ára+

Lögð verður áhersla á nettar og hagkvæmar íbúðir - þar sem gæði og auðvelt aðgengi er algert skilyrði.   

Gert er ráð fyrir að flestar íbúðir verði í stærðarflokkum 50-90 fermetrar en jafnhliða verða byggðar  öríbúðir (30-40fm) og stærri fjölskylduíbúðir (110-140 fm).

Búfesti leggur áherslu á að þróa stærri íbúðakjarna í lágreistri byggð raðhúsa/parhúsa og minna fjölbýlis - þar sem hægt verður að halda vel utan um þjónustu og viðhald.       

Félagsleg blöndun íbúa í hverfum og fjölbýli er mjög mikilvæg og Búfesti býður upp á samstarf við bæjaryfirvöld um byggingu ótilgreinds fjölda leiguíbúða fyrir lágtekjufólk og öryrkja - og eldri borgara - samhliða almennu búseturéttarframboði félagsins.

Samstarf EBAK og Búfesti og Akureyrarbæjar getur einnig falið í sér sérgreinda úthlutun lóða sem eru eingöngu ætlaðar fyrir eldri borgara en tengjast þá etv. um leið uppbyggingu á þjónustukjörnum á vegum sveitarfélagsins.

Hugmyndir eru um að boðið verði upp á leiguíbúðir og búseturéttaríbúðir með hóflegum búseturéttarhlut (5-30%) - en einnig kemur til greina að fjársterkari eldri borgarar fullfjármagni íbúðir eða einstaka eignir verði seldar út úr byggingaráföngum með kvöðum gagnvart endursölu.

22.11.2018