Forskráning á skattframtöl búseta

Samkvæmt venju skilar félagið upplýsingum til Ríkisskattstjóra vegna forskráningar á skattframtöl.

Allir búsetar sem eru inni í íbúðum/með búseturétt eiga að sjá uppreiknað verðmæti búseturéttar mv.31.12.2015.

Vaxtagjöld/fjármagnsgjöld (vextir+verðbætur að frádregnum afborgunum nafnverðs) eru skráðar hjá öllum búsetum í almennum íbúðum - sem og áhvílandi eftirstöðvar á viðkomandi eign.

Þeir sem hafa keypt búseturétt og flutt inn í íbúð á árinu 2015 - geta gert nánari grein fyrir kostnaði af viðskiptum og mögulega vaxtagjöldum ef lán hefur verið tekið fyrir innborgun á búseturéttargjaldi.

Allir sem hafa selt búseturétt og/eða flutt út úr íbúð á árinu 2015 þurfa sjálfir að leita upplýsinga hjá félaginu um eftirstöðvar lána (við útflutning) og gera grein fyrir sölu á búseturétti.

Framkvæmdastjóri (21.01.2016)