Hólmatún 1-5

Næsta verkefni Búseta á eftir húsunum við Kjarnagötu 12-16 og Brekatún 1-19 verður væntanlega unnið í samstarfi við Samkaup/Urtustein fasteignafélag.

Bæjarstjórn samþykkti með 11 samhljóða atkvæðum að heimila breytingu á deiliskipulagi við Hólmatún 1-5 í þá veru að verslunarlóð verði aðskilin frá lóð fyrir íbúðablokk á 4 hæðum - með bílakjallara.     Gert er ráð fyrir 25-30 íbúðum 2ja til 4ra herbergja.   Samkaup hyggst reisa verslunar og þjónustuhúsnæði á tveimur hæðum á hinum hluta lóðarinnar.

Fyrir liggur samstarfsyfirlýsing Samkaupa/Urtusteins, Kollgátu og Tréverks með Búseta um að vinna að bygginum á lóðinni eftir þessu breytta skipulagi.

Vonandi munu nágrannar taka vel í breytinguna - ekki síst þar sem byggingar á hluta lóðarinnar verða lækkaðar úr 4-5 hæðum í 2 hæðir og um leið tekst vonandi að draga umferðina að verslun og þjónustu frá íbúðabyggðinni.

Benedikt