Kjarnagata 12-14

Senn verður flutt inn í síðustu íbúðina af þeim 58 sem hafa verið til afhendingar í Kjarnagötu 12 og 14.   Þar með tekur umsjónarmaður yfir ábyrgð á þjónustunni - þó enn séu ýmsir hlutir til frekari frágangs af hálfu byggingaraðila og verktaka.

Lokafrágangur húss og umhverfis við Kjarnagötu 12 og 14 teygist því miður eitthvað fram á sumarið og bygging Kjarnagötu 16 og raðhúsa og fjórbýlishússins við Brekatún 1-19 gerir að verkum að svæðið í heild verður ekki frágengið fyrr en á árinu 2009.

Þessi áfangi er sá langstærsti í sögu félagsins og mikilvægt fyrir framtíð Búseta á Norðurlandi og þjónustu við búsetana að það takist vel til með umhverfi og rekstur þessarra nýju eigna.    Samhliða vinnur þróunarnefnd félagsins og starfsmenn og stjórn að því að nýta reynsluna af þessum stóru framkvæmdum til að ná frekari hagkvæmni í byggingum og hagræði fyrir rekstur íbúða félagsins.

Við höfum ekki tekið það saman hversu margir íbúar verða í blokkinni - en talan 200 +/- hefur verið nefnd.  Þá eru íbúar í 210 íbúðum Búseta á Norðurlandi búnir að ná íbúatölu myndarlegs þorps á landsbyggðinni.

Benedikt