Leiðrétting verðtryggðra lána;

 

Tillögur ríkisstjórnarinnar um leiðréttingu verðtryggðra lána liggja fyrir Alþingi.    Því miður virðist sem einhver misskilningur hafi undið upp á sig og ekki er gert ráð fyrir að búsetar í almennum íbúðum húsnæðissamvinnufélaganna njóti leiðréttinga.

Stjórnendur Búseta í Reykjavík, Búmanna og Búseta á Norðurlandi hafa átt fundi með áhrifa-aðilum síðustu daga og væntum við þess að sá skilningur á  málinu sem komið hefur fram hjá húsnæðisráðherra og forsætisráðherra muni skila sér í jákvæðri niðurstöðu.

Áfram munum við freista þess að krefjast jafnræðis fyrir þetta eignarform íbúða í samvinnufélagi til samræmis við séreignarformið -  eins og gildir um vaxtabótaréttinn.

Hvetjum við alla félagsmenn og búsetana til að minna Alþingismenn sína og ráðherra á að lán á búseturéttaríbúðunum stökkbreyttust líka og búsetarnir verðskulda sama réttlæti og aðrir landsmenn.

(Framkvæmdastjóri 31.mars 2014)