Leiktæki - Trampólín á lóðum og almennum leiksvæðum

Íbúðakjarni við Klettaborg
Íbúðakjarni við Klettaborg

Varðar leiktæki/trampólín á lóðum og sameiginlegum leiksvæðum Búfesti hsf 2018

 

 

ÁRÉTTA ÞARF ÞÆR ALMENNU REGLUR;

  • Að leiktæki/trampólín er ávallt á ábyrgð eigenda
  • Að trampólín skal alltaf vera tryggilega fest niður og með öryggisneti
  • Að trampólín skal tekið niður eftir fyrirmælum þjónustustarfsmanna/verktaka ef það hamlar eðlilegri hirðingu lóðar og viðhaldi húsa.
  • Ef trampólín er sett upp á almennu leiksvæði íbúðakjarna þá skal það heimilt öllum til leikja.
  • Að íbúar skulu vera samtaka um að fylgja því eftir að kvöld og næturfriður sé virtur og án undantekninga.

Nánar:

  1. Í sérbýlí-raðhúsum þar sem sérnotablettir eru á ábyrgð búsetanna sjálfra og til hirðingar er ekkert sem ætti að vera til fyrirstöðu að íbúarnir setji upp trampólín.
  2. Í fjórbýlishúsum geta skapast forsendur til að setja upp trampólín á nærlóð -  en þá einungis að íbúar uppi og niðri séu sammála um – og fylgja þá almennum og góðum umgengnisvenjum.   Íbúar sem setja upp tæki/trampólín skulu undir öllum kringumstæðum leggja að mörkum til hirðingar í kring um áhöldin þannig að snyrtimennska sé í heiðri höfð.
  3. Í íbúðakjörnum eru nokkrir grasblettir sem ætlaðir eru til almennra leikja þar sem mögulegt er að setja upp trampólín.    Íbúar sem vilja leggja sín eigin leiktæki fyrir almenna notkun mega - með samráði við framkvæmdastjóra Búfesti hsf og/eða umsjónarmann eigna og svæða – setja niður tæki til tímabundinnar notkunar allra barna í kjarnanum.    Skal þá fylgt almennum reglum og kappkostað að sýna eðlilega tillitssemi um nýtingu varðandi tíma og það ónæði sem leikurinn veldur.
  4. Ósk um að setja niður leiktæki á opnum leiksvæðum Búfesti hsf skal berast til framkvæmdastjóra/umsjónarmanns eigna og svæða – með tölvupósti þannig að samskipti aðila og skilmálar séu staðfestir með rekjanlegum hætti.

Framkvæmdastjóri 25.júní 2018: