Mánaðargjaldið breytist.

Í samræmi við ákvarðanir síðasta aðalfundar kemur fram hækkun á viðhaldsgjöldum (úr 0,45% í 0,5%/12) frá og með 1.janúar 2017.

Einnig hækkar þjónustugjald til rekstrarins úr kr. 3.500 pr mán i kr 5.000 pr. mán.

Markaðsverð og fasteignamat einstakra eigna félagsins breytist mismunandi mikið -  minni eignirnar hækka meira en almennt gildir um stærri eignirnar -  sem kemur fram í örlítið mismunandi breytingum á fjármagnskostnaði einstakra íbúða.   Hækkun á fjármagnslið er á bilinu almennt um 1-3% af þessum ástæðum -  en nokkrar íbúðir lækka fjármagsnkostnað af sömu ástæðum.

Fasteignagjöld og hækkun á tryggingaiðgjöldum koma fram með innheimtu vegna febrúar.

í janúar og febrúar kemur einnig fram leiðrétting á orkureikningum miðað við mælda notkun 2016.

Innheimta vegna þjónustu við heimilistæki þar sem félagið á öll tæki í eldhúsi og þvottahúsi er gerð eftir á - þegar búið er að greina ástæður bilana.

30.janúar 2017
Framkvæmdastjóri