Norðurþing fær stuðning til þróunarverkefnis í samstarfi við Búfesti hsf og Faktabygg

Félagsmálaráðherra Ásmundur Einar
Félagsmálaráðherra Ásmundur Einar

Norðurþing var eitt 33 sveitarfélaga sem sótti um stuðning til verkefnis á sviði nýbygginga.  

Búfesti hsf var samstarfsaðili sveitarfélagsins um umsóknina ásamt Faktabygg í Stavanger í Noregi.     

Um leið og sveitarfélaginu er óskað til  hamingju með að hljóta stuðning frá Íbúðalánasjóði þá er áréttað fyrir hönd Búfesti hsf að spennandi tækifæri felast í þessu samstarfi.

Hugmynd Búfesti og Faktabygg gengur í meginatriðum út á að yfirfæra snjalla hönnun og framleiðslutækni Faktabygg og norskra samstarfsaðila  yfir til Íslands  -  og nýta gæðakerfi fyrirtækisins til að skila gæðaíbúðum á viðráðanlegu verði til neytenda á Húsavík og almennt á starfssvæði félagsins.

Til hamingju forráðamenn Norðurþings.

 

(Framkvæmdastjóri 14.desember 2018)