Nýr starfsmaður á skrifstofu Búfesti

Guðrún Sigurðardóttir, viðskiptafræðingur hefur verið ráðin skrifstofustjóri Búfesti hsf. Guðrún býr að góðri reynslu sem bankastarfsmaður, þar sem hún starfaði í 15 ár m.a. sem þjónustustjóri. Hún er fædd í Reykjavík en hefur búið á Akureyri frá unglingsaldri. Guðrún lauk vottun sem fjármálaráðgjafi frá Háskólanum í Reykjavík vorið 2018 og hefur hún mesta reynslu í einstaklingsþjónustu.

Við bjóðum Guðrúnu velkomna til starfa hjá okkur