Rafbílavæðing - hleðslutengingar

Nú á næstunni er von á tillögu frá Vistorku/Raftákn um fyrirkomulag á hleðslustæðum við íbúðakjarna Búfesti (Búmanna) í Holtateig.    Ef tillagan lítur út fyrir að vera vel framkvæmanleg þá verður leitað til skipulagsyfirvalda um minniháttar breytingar á skipulagi innan lóðar.

Af hálfu félagsins er það "vinnu-markmið" að skapa sem hraðast auðvelda möguleika fyrir íbúa í öllum kjörnum félagsins til að geta notfært sér hleðslutengingu á heimastæði eða sem allra næst íbúð.     Reiknað er með fyrstu skrefum á árinu 2019.

Framkvæmdastjóri 16.apríl 2019