Sumarstörfin; sláttur og hirðing - eiturúðun - viðhaldsverk

Sumarið er óvenjusnemma á ferðinni 2017.    

Nú þarf að hefja slátt með hraði - eftir því sem mannskapurinn okkar ræður við.

Meindýraeyðing/úðun er komin af stað -  og við biðjum um að íbúar upplýsi ef roðamaurinn heldur áfram að verða til vandræða.   Köngullær eru í verulegu magni - og verður tekin staða á þeim búskap mjög fljótlega með það fyrir augum að eitra þar sem nauðsyn virðist á.

Meiningin er að í sumar verði unnið að utanhússviðgerðum og málningu með meiri krafti en síðustu sumur.   Sama er að segja með lagfæringar á lóðum og köntum.     Það ræðst nánar af þeim mannskap sem við getum fengið til liðs við okkur.

Skorað er á alla íbúa að leggja að mörkum til að þrífa og sópa nærsvæði húsanna.

Gleðilegt sumar

Framkvæmdastjóri 22.maí