Tilkynning frá stjórn Búfesti hsf

Benedikt Sigurðarson framkvæmdastjóri Búfesti hsf. hefur óskað eftir að láta af störfum sem framkvæmdastjóri frá og með 1. júlí nk., en við starfinu tekur Eiríkur H. Hauksson sem gegnt hefur starfi fjármálastjóra.

Benedikt mun næstu mánuði verða til staðar vegna tilfallandi verkefna og aðstoða félagið við yfirfærslu verkefna til nýs framkvæmdastjóra.

Undanfarin ár hafa verið miklir umbreytingartímar í íslensku samfélagi og hefur húsnæðismarkaðurinn ekki farið varhluta af því. Á starfstíma Benedikts, sem nær aftur til ársins 2006, hafa fjölmörg flókin og krefjandi verkefni verið til lykta leidd. Því vill stjórn félagsins nota þetta tækifæri til að þakka Benedikt fyrir vel unnin störf og óska honum velfarnaðar í þeim verkefnum sem hann tekur að sér í framtíðinni.

 

Stjórn Búfestis hsf.