Vorverkin - sumarþjónustan - utanhússviðhald


Á næstunni mun félagið taka til við vorverk og hefja sumarþjónustuna.  

Skorað er á búsetana að standa sameiginlega að því að laga til á nærsvæðum húsa og á lóðum og tína fokdrasl úr runnum og af girðingum.

Settar hafa verið á dagskrá minniháttar lagfæringar á girðingum og viðhald á gróðri á eldri lóðum.   Leiktækjum verður bætt á lóðir við Klettaborg og Skessugil.

Lokafrágangur á lóðum við Brekatún er kominn á dagskrá og vænst er góðs samráðs við búsetana við það verkefni.    Ekki verður þó hægt að lofa að endanlega muni gengið frá öllum gróðri  á þessu sumri.

Sláttur og hirðing á sameiginlegum lóðum og svæðum verður á höndum starfsmanna félagsins.     Afar gott er að vita til þess að allmargir búsetar leggja hönd að verki og auka við þrifnað og slátt.   Slíkt er virkilega þakkarvert.

Unnið verður að málun og merkingu bílastæða og utanhússviðhaldi eftir því sem tekst að manna slík verkefni.  Brýn verkefni hafa safnast upp á því sviði á síðustu nokkrum árum.

Treystum því að betri og bjartari tímar séu í vændum.

Gleðilegt sumar