Fréttir

Mánaðargjaldið - lítið breytt

Mánaðargjaldið í janúar-febrúar verður óbreytt í grunninn samkvæmt ákvörðun stjórnar 26. janúar 2010.   Lítilsháttar breytingar koma fram vegna hækkunar á fasteignamati og brunabótamati og samsvarandi breytinga á tryggingum og fasteignagjöldum.

Íbúðalánasjóður hefur veitt félaginu tiltekna frestun afborgana af hluta af lánum og meðan unnið verður nánar að endurskipulagningu á greiðslubyrði félagsins mun mánaðargjaldið verða tengt við greiðslujöfnunarvísitölu til hækkunar milli mánaða.

Búsetum/leigjendum verður sent bréf til nánari upplýsinga um verðlagningu og þjónustu.

Framkvæmdastjóri

Nýárskveðja

Nú eru jól og áramót að baki og við tökum niður hátíðarskrautið.

Sól hækkar á lofti og þó veturinn geti verið frostkaldur þá styttist samt í vorið.

Stjórn og starfsmenn Búseta á Norðurlandi óska öllum félagsmönnum og fjölskyldum þeirra - sem og viðskiptamönnum - gleðilegs árs með von um að árið reynist okkur öllum hagfellt.

Framkvæmdastjóri

Lokað á aðfangadag og gamlársdag

Skrifstofa félagsins verður lokuð á aðfangadag og á gamlársdag, en að öðru leyti verður opnunartími í samræmi við auglýsingar (hér til hliðar).

Ef bilanir eða bráð vandamál koma upp er vísað á síma umsjónarmanns (898-3389) eða framkvæmdastjóra (869-6680),  sem kalla þá til viðgerðarvakt frá þjónustuaðilum ef á þarf að halda.

Óskum öllum enn og aftur gleðilegra og áfallalausra hátíðahalda.

Framkvæmdastjóri

Jólakveðja

Búseti á Norðurlandi - stjórn og starfsmenn - óska félagsmönnum öllum og sérstaklega búsetum og leigjendum í íbúðum félagsins og fjölskyldum þeirra - gleðilegra jóla og nýárs.

Félagið þakkar fyrir samstarfið á árinu sem senn er liðið og væntir þess að saman eigum við bjarta framtíð og góð viðskipti inn á við jafnt sem út á við.

Framkvæmdastjóri

Búsetafundir á fimmtudag 3. desember

Minnum á búsetafund/íbúafund - fyrir Stallatún, Lækjartún, Holtateig, Klettaborg, Skessugil

Kl 18:00 fimmtudaginn 3.desember í Lionssalnum Skipagötu 14.

Framkvæmdastjóri

Búsetafundur fyrir Kjarnagötu 12-16

Minnum á fundinn kl 18 á miðvikudag 2.desember

Lionssalurinn Skipagötu 14 4.hæð

Álestur: hiti og rafmagn breyting með nóvember/desember

Með mánaðarreikningum fyrir nóvember og desember kemur fram breyting á upphæð vegna rafmagns og hita (þar sem það á við).   Ástæðan er álestur í október og leiðrétting samkvæmt áætlun miðað við ársnotkun.   Í flestum tilfellum er um að ræða hækkun vegna gjaldskrárbreytinga, en einstaka hús hafa minnkað notkun sína og lækka því tilsvarandi.  

Þar sem óútskýrð frávik koma fram tekur umsjónarmaður málið til skoðunar og leitar lagfæringa ef um bilanir eða mistök er að ræða.

Varðandi rafmagn í Kjarnagötu 12-16 virðist ekki komið nægilegt jafnvægi á notkun.  Það verður til frekari skoðunar næstu mánuðina.

Árgjöld 2009 - innheimta

Beðist er velvirðingar á að félagsmönnum hefur verið send innheimtuviðvörun vegna ógreiddra félagsgjalda fyrir mistök af okkar hálfu.    Af þeim sökum skal tekið fram að félagsgjöld verða ekki sett í löginnheimtu  en félagsmenn eru engu síður hvattir til að greiða árgjaldið við fyrsta tækifæri.

Reikningarnir fyrir árgjaldi 2009 voru sendir út mun síðar en innheimtukröfurnar voru stofnaðar í bankakerfinu. Því hafa reikningarnir verið sýnilegir í heimabönkum fólks og í þjónustukerfi bankanna til greiðslu og hafa margir þegar greitt árgjöldin. Hafi þetta valdið einhverjum misskilningi eða óþægindum er enn og aftur beðist velvirðingar á því.

Þeir sem fengið hafa reikninga vegna árgjalds 2009 og telja sig einhverra hluta vegna ekki vera gjaldskylda eru beðnir að hafa samband við félagið í síma 452-2888 milli kl 10 og 12 virka daga.

Úrsagnir úr Búseta á Norðurlandi þurfa að berast skriflega. Hægt er að prenta út eyðublað hér á heimasíðunni eða senda tölvupóst í netfangið dagrun@busetiak.is 

 

Breytt starfsmannahald

Dagrún Matthíasdóttir hefur tekið til starfa á skrifstofu félagsins.   Frá sama tíma hefur Urður Snædal tekið orlof og hefur að því loknu sagt upp störfum hjá félaginu.

Dagrún er boðin velkomin til samstarfs.   Um leið þakkar félagið Urði fyrir starfstíma sinn og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.

Framkvæmdastjóri

 

Gestaíbúðin í Kjarnagötu 14-101

Frá því á vordögum hafa nokkrir félagsmenn tekið gestaíbúð á leigu.   Um er að ræða stóra íbúð - 5 herbergi - með svefnstæði fyrir allt að 10 manns.   Mörgum þykir of dýrt að greiða fullu verði fyrir gistingu þegar færri nýta íbúðina.  Reynslan hefur þannig leitt til þess að boðið verður upp á aukinn sveigjanleika um nýtingu - og einstökum herbergjum lokað ef færri hyggjast gista.   Verðskráin er einnig lækkuð miðað við að samkeppni af orlofsíbúðum virðist af mörgum tekin til viðmiðunar.

Sjá nánar til hliðar; (Hér)