Fréttir

Forföll við slátt og lóðahirðingu

Því miður hafa verið forföll hjá sumarstarfsmanni við lóðahirðingu sem hafa valdið verulegum töfum á slætti og tiltektum. Biðjumst velvirðingar á þessu og reynum að gera okkar besta miðað við stöðuna. Framkvæmdastjóri 20.júlí 2018

Leiktæki - Trampólín á lóðum og almennum leiksvæðum

Nauðsynlegt virðist að setja almenna ramma um uppsetningu á leiktækjum/TRAMPÓLÍN AF STÆRRI GERÐUM Meðfylgjandi eru Drög í vinnslu - og snúast um deildar meiningar í Klettaborg

Aðalfundur 2018 var haldinn 7. júní

Búfesti hsf hélt aðalfund fimmtudaginn 7.júní 2018

Viljayfirlýsing Akureyrarbæjar og Búfesti hsf um aðgengi að lóðum

Allt að 125 nýjar leigu- og búseturéttaríbúðir á Akureyri

Ný ríkisstjórn kynnti málefnasamning; 30. Nóvember 2017


Húsnæðismál (Texti málefnasamnings. Leturbr. Framkvæmdastjóra BS)

 

 

Öruggt húsnæði, óháð efnahag og búsetu, er ein af grundvallarforsendum öflugs samfélags. Í því samhengi skiptir hvað mestu að hagstjórn stuðli að áframhaldandi lækkun vaxta. Ríkisstjórnin ætlar að beita sér fyrir umbótum í húsnæðismálum sem stuðla að eflingu og auknu jafnvægi húsnæðismarkaðar. Litið verður til ólíkra áskorana eftir landsvæðum í þessu samhengi og vanda sem stafar frá fyrri tíð. Tryggja þarf að á hverjum tíma séu aðgengilegar greiningar og tölfræði um húsnæðisframboð og -þörf út frá lýðfræðilegri þróun og skipulagsforsendum.

 

 

Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis til ferðamanna hefur aukist mikið á undanförnum árum og hefur sú þróun haft afgerandi áhrif á húsnæðismarkað víða um land.

 

 

— Setja þarf skýrari reglur um slíka starfsemi, í samvinnu við sveitarfélögin og ferðaþjónustuna, ásamt því að efla eftirlit með leyfislausri starfsemi. Kanna þarf forsendur þess að sveitarfélög hafi ríkari heimildir til að stýra leigumarkaði. Stuðla þarf að bættu aðgengi landsmanna að öruggu húsnæði með eflingu stuðningskerfa og samræmdri stefnumörkun í uppbyggingu félagslegs húsnæðis, auknu gagnsæi á leigumarkaði og aukinni upplýsingagjöf um húsnæðismál.

 

 

Ríkisstjórnin mun fara í aðgerðir sem lækka þröskuld ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn. Í því augnamiði verða stuðningskerfi hins opinbera endurskoðuð þannig að stuðningurinn nýtist fyrst og fremst þessum hópum. Meðal annars verða skoðaðir möguleikar á því að hægt verði að nýta lífeyrissparnað til þessa. Í samskiptum ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna og fjárhagsmál verður aukið lóðaframboð og gjaldtaka vegna nýbygginga á dagskrá ásamt því að yfirfara stjórnsýslu vegna byggingaframkvæmda. Styðja þarf áfram við leigufélög sem eru rekin á félagslegum forsendum án hagnaðarsjónarmiða með stofnstyrkjum ríkisins.

 

 

Ríkisstjórnin mun taka markviss skref á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum en samhliða þeim verður ráðist í mótvægisaðgerðir til að standa vörð um möguleika ungs fólks og tekjulágra til að eignast húsnæði. Sérstök áhersla verður lögð á að gæta efnahagslegs stöðugleika. Ríkisstjórnin vill enn fremur skapa hvata og stuðning til þess að heimili sem það kjósa geti breytt verðtryggðum lánum í óverðtryggð.

 

 

Fasteignaverð er liður í neysluvísitölu hér á landi og mikil hækkun þess á undanförnum árum hefur af þeim sökum leitt til þess að höfuðstóll verðtryggðra lána hefur hækkað meira en ella. Ríkisstjórnin mun hefja skoðun á því hvernig megi fjarlægja fasteignaverð úr mælingu neysluvísitölunnar.

 

 

Þröskuldur ungs fólks og tekjulágra inn á húsnæðismarkaðinn verður lækkaður

 

 

Markviss skref verða tekin á kjörtímabilinu til afnáms verðtryggingar á lánum og samhliða hugað að mótvægisaðgerðum í þágu ungs fólks og tekjulágra —

 

 

 

Umsögn:

 

 

Fyrir hönd Búfesti hsf  er ríkisstjórn boðin velkomin til starfa;  Eins og lesa má út úr textanum um húsnæðismál er ekki um að ræða neinar afmarkaðar aðgerðir og veltur því mjög á hvernig ráðherra málaflokksins tekst á við verkefnið – og ekki síst hvernig viðkomandi tekst til við að virkja almenning og fagaðila sem hafa þekkingu á húsnæðismálum til að leggja að mörkum.

 

 

Framkvæmdastjóri og stjórn Búfesti hsf munu hér eftir sem hingað til leita eftir jákvæðu samtali við ráðherra og velferðarnefnd ALþingis í því skyni að ná fram bættum starfsskilyrðum fyrir neytendadrifnum rekstri íbúðarhúsnæðis fyrir allar gerðir fólks og ólíka tekjuhópa.  

 

 

Þar væri um að ræða leiguhúsnæði, búseturéttaríbúðir og séreignaríbúðir – þar sem hagræði af samtakamætti og félagslegum lausnum verður skilað beint til neytenda.

 

 

Minnisblað 19.09.2017

Minnisblað 19.09.2017

Við ríkjandi  aðstæður á húsnæðismarkaði leitar Búfesti eftir samstarf við stéttarfélög og sveitarfélög og mögulega “velvildarfjárfesta” um átak til að efla og koma á fót neytendadrifnum íbúðafélögum sem víðast um landið.   Markmið slíkra íbúðafélaga;
  • Að skapa öllum skilvísum félagsmönnum/neytendum húsnæðisöryggi í búseturétti og leigurétti – þar sem engum er sagt upp nema menn brjóti af sér gagnvart nágrönnum og eignum félagsins.
  • Sjálfbær rekstur íbúða og án hagnaðarkröfu  -  þar sem ávinningi er skilað beint til neytendanna
  • Að lágmarka byggingarkostnað íbúða – og halda rekstrarkostnaði í hófi
Búfesti hsf hefur lýsir sig reiðubúið til samstarfs um þróun og nánari útfærslu slíkra hugmynda og vísar jafnframt til þess að Samtök Leigjenda á Íslandi (SLI) haf unnið að undirbúningi að stofnun íbúðafélaga.    Í september 2017 var formlega gengið til stofnunar á íbúðafélagi í Reykjanesbæ þar sem unnið verður að staðbundnum rekstri íbúða fyrir neytendur í nánara samstarf við sveitarfélagið og velvildafjárfesta.

Breyting á mánaðargjaldi - verðbólguspá

Verðbólga mælist allt að 2% það sem af er ári og er spáð svipaðri áfram. Greiðslubyrði allra lána Búfesti hækkar tilsvarandi.   

Stjórn Búfesti hsf tók ákvörðun á síðasta fundi (4./7.2017) um að meðalhækkun á fjármagnshluta mánaðargjalds verði 1,88% og kemur til framkvæmda með næstu innheimtu.

Einnig hækkar innheimta vegna þrifa í Kjarnagötu 12-14-16 um kr 200 pr íbúð á mánuði frá sama tíma.


Framkvæmdastjóri 25.júlí

KJARNAGATA 12-14-16

Talsvert átak hefur þegar verið gert við hreinsun á lóð og í kring um hús.   Við þökkum leið íbúum sem lögðu þar hönd að verki - með jákvæðum hætti.   Allt skiptir það máli.

Næstu daga verður unnið að því að þrífa húsið/gler að utan - og biðjum við um að íbúar sýni tillitssemi og varkárni í umgengni kring um lyftur og tæki.

Þegar lokið verður við þrifin utan við þá leggjum við áherslu á að eiturúðun vegna köngullóa fari fram -  eftir því sem meindýraeyðir metur þá þörf - og unnt verður að komast að.     

Enn er eftir að taka syrpu í að hreinsa út óskilamuni úr sameiginlegum geymslum.  Framkvæmdastjóri mun fylgja því eftir í nánara samstarfi við umsjónarmann og íbúana - -  en það mun því miður dragast fram á mánaðamótin.

Múrviðgerðir í undirgangi í gegn um húsið - eru komnar af stað.  Biðjum við um tillitssemi þess vegna en vonandi tekur það ekki alltof langan tíma.

Framkvæmdastjóri 24.júlí

Slátturinn og hirðing lóða

Þetta sumar byrjaði snemma og sprettan fer framúr öllum fyrri metum.
Við vorum sein út með okkar græjur og fengum bleytur sem tefja mikið fyrir og blokkera sláttinn einstaka daga alveg.
Erum undirmönnuð og leitum að liðsauka til að ná betur utan um verkefnið og höfum þegar auglýst.
Biðjum búsetana að sýna okkur þolinmæði - þótt ekki sé allt komið í topplag með hirðingu og hreinsun lóða  - -  menn gera sitt besta og við reynum að hleypa kostnaðinum ekki upp úr öllu valdi.

Framkvæmdastjóri 12.júní

Aðalfundur miðvikudag 7.júní kl 20


 

 

Aðalfundur

 

 Aðalfundur Búfesti hsf var haldinn 7.júní.  Á fundinum gerði stjórn og framkvæmdastjóri grein fyrir rekstri félagsins og þeim plönum sem eru uppi varðandi mögulegar byggingaframkvæmdir.

 

Hagnaðar Búfesti hsf árið 2016 nam 482 milljónum sem skýrist einkum af verulega hækkuðu eignaverði.  Bókfært verðmæti íbúða félagsins nam kr. 7.495.606.192 og áhvílandi veðskuldir kr. 5.520.035.073.

 

Félagsmenn eru 788 og íbúðir í rekstri eru 234 – á Akureyri og Húsavík (15).

 

Rekstrarstaða félagsins er í ágætu jafnvægi eftir endurskipulagningu í kjölfar Hrunsins 2008.  Áfram er unnið að því að leita hagræðingar og betri kjara á lánum – með endurfjármögnun eftir því sem mögulegt getur orðið.

 

Búfesti hefur leitað samstarfs við Akueyrarbæ og sveitarfélögin á NA-landi um byggingu leiguíbúða fyrir lágtekjufólk með stofnstyrkjum. Auk þess áformar félagið að byggja hagkvæmar íbúðir fyrir almenning og selja búseturétt sem nemur 5-30% af verðmæti eigna. Búfesti hefur boðið Félagi Eldri Borgara á Akureyri upp á samstarf   um byggingu leigu- og búseturéttaríbúða sem eldri borgarar mundu eignast forgang að.

 

Stjórn og varastjórn félagsins var öll endurkjörin á fundinum.   Formaður er Guðlaug Kristinsdóttir og aðrir í stjórn eru Ingvar Björnsson varaformaður, Halldór Már Þórisson, Sigríður María Bragadóttir og Stefán Einar Jónsson. Varastjórn skipa Baldur Ingi Karlsson, Höskuldur V Jóhannesson, Hanna Dóra Markúsdóttir, Inda Björk Gunnarsdóttir og Hólmfríður Guðmundsdóttir.

 

Framkvæmdastjóri Búfesti hsf er Benedikt Sigurðarson